Sveinn Guðmundsson fæddist í Reykjavík 1958.
Hann útskrifaðist frá lagadeild Háskóla Íslands 1993. Öðlaðist héraðsdómslögmannsréttindi 1996. Löggiltur fasteigna-og skipasali 1996. Lögmaður fyrir félagasamtök í hátt í tvo áratugi m.a. Landssambands sumarhúsaeigenda frá 1994 og Hjartaheill, landssamtök hjartasjúklinga. Hefur starfað á eigin lögmannsstofu frá 1993 og síðar í samstarfi við aðra. Sveini var veitt leyfi til málflutnings við hæstarétt 30. nóvember 2007.
Málaflokkar: Almenn lögfræðiþjónusta, eignaumsýsla, verðbréf, fjárfestingar, hugverkaréttur/höfundaréttur, einkaleyfi, vörumerki, erfðaréttur, erfðaskrár, dánarbússkipti, fasteignir, kaup og sala fasteigna, gallar og aðrar vanefndir, húsaleiga, hjúskapur/sambúð, kaupmálar, hjúskaparslit – búskipti, samningar sambúðarfólks, sambúðarslit – fjárskipti, hlutafélög/einkahlutafélög o.fl., stofnun fyrirtækja, kaup/sala fyrirtækja, innheimtur, sakamál, verjendastörf, réttargæsla brotaþola, skaðabótaréttur/slysamál.