• 600700

    600700 ehf. er sprotasjóður í mótun sem fjárfestir í vel mótuðum upplýsingatækniverkefnum. Stofnandi sjóðsins er Jóhann Pétur Malmquist, prófessor í tölvunarfræði við Háskóla Íslands. Jóhann hefur tekið þátt í að stofna á annan tug fyrirtækja, flest í upplýsingatækni.

    Sjá nánar
  • ViralTrade

    ViralTrade var stofnað snemma á árinu 2012 með því markmiði að verða leiðandi hugbúnaðarfyrirtæki á sviði stafrænna eingaskipta. ViralTrade þróar viðskiptahugbúnað sem verður grundvöllur að fyrsta alþjóðlega og gegnsæja markaðnum fyrir stafrænar eignar, markað sem mun gera kaupendum og seljendum stafrænna eigna allstaðar að úr heiminum kleift að stunda viðskipti á öruggan og fagmannlegan hátt.

    Sjá nánar
  • Heildarfjöldi Niðurhala:

    Hugvakinn

    Hugvakinn ehf. var stofnaður til að dreifa snjallsíma hugbúnaði fyrir Nokia farsíma. Forrit Hugvakans hafa dreifst til yfir 200 landa í heiminum í rúmlega miljón eintökum. Stór hluti af forritunum er án kostnaðar fyrir notandann en með auglýsingu sem birtist í 5 sek. þegar forrit er ræst. Næsta verkefni fyrirtækisins er að nýta sér þann mikla fjölda sem notar forrit Hugvakans.

    Sjá nánar
  • GoPro ehf þróar öflugt mála- , ferla og skjalastjórnunarkerfi sem notað er af fyrirtækjum og stofnunum um allan heim. Fyrirtækið hefur verið starfrækt í 18 ár og hugbúnaður þess er í notkun hjá um 500 fyrirtækjum og stofnunum á ýmsum sviðum.

    Sjá nánar
  • Globe Tracker sérhæfir sig í að rekja staðsetningu eigna eins og t.d. frystigáma og stórra eftirvagna í rauntíma. Lausnin gerir viðskiptivinum kleift að fylgjast mjög náið með sínum eignum og veitir einnig rauntíma upplýsingar um t.d. hitastig, rakastig og hversu lengi eign hefur verið á ákveðnum svæðum ásamt ýmsu fleiru. Viðskiptavinir Globe Tracker geta deilt gögnum sín á milli með notkun „GT Trade Data Exchange Network“.

    Sjá nánar