Hugvakinn

Hugvakinn ehf. var stofnaður til að dreifa snjallsíma hugbúnaði fyrir Nokia farsíma. Forrit Hugvakans hafa dreifst til yfir 200 landa í heiminum í rúmlega milljón eintökum. Stór hluti af forritunum er án kostnaðar fyrir notandann en með auglýsingu sem birtist í 5 sek. þegar forritið er ræst. Næsta verkefni fyrirtækisins er að nýta sér þann mikla fjölda sem notar forrit Hugvakans.

Næsta forrit sem er í beta prófun er áhættureiknir fyrir sykursjúka, en talið er að yfir 300 milljónir einstaklinga séu með sykursýki og hafa hugsanlega áhuga á áhættureikninum. Áhættureiknirinn var þróaður af Risk ehf. en Hugvakinn sá um að forrita snjallsímalausnina. Ekki hefur verið ákveðið hvort forritið eigi að vera frítt og með auglýsingu eða að kosta.

Vefsíðu Hugvakans er hægt að sjá hér. Vörunni “Tunerific” er betur lýst á þessari síðu. Hljómabók fyrir Nokia farsíma er að finna hér en það er frítt forrit með auglýsingu sem birtist í 5 sek. þegar forritið er opnað. Tunerific er gítarstilliforrit sem kostar 3€ á flestum stöðum í heiminum nema í Kína kostar forritið 2€. Hægt er skoða öll forrit Hukvakans sem eru í sölu hjá Nokia hér.

Heildarfjöldi niðurhala: