Við stofnun verða fjögur fyrirtæki í eignasafni sprotasjóðsins 600700. Fyrirtækin eru öll alþjóðleg og eru mislangt komin í þróunarferlinu. Öll eru komin með viðskiptavini og tekjur nema ViralTrade sem er að taka sín fyrstu skref:
ViralTrade var stofnað snemma á árinu 2012 með því markmiði að verða leiðandi hugbúnaðarfyrirtæki á sviði stafrænna eignaskipta. ViralTrade þróar viðskiptahugbúnað sem verður grundvöllur að fyrsta alþjóðlega og gegnsæja markaðnum fyrir stafrænar eignar, markað sem mun gera kaupendum og seljendum stafrænna eigna allstaðar að úr heiminum kleift að stunda viðskipta á öruggan og fagmannlegan hátt.
Verkefni ViralTrade er að hanna fyrstu kauphöllina fyrir stafrænar eignir í tölvuleikjum, en talið er að meira en 50 milljónir einstaklinga muni kaupa- og selja stafrænar eignir í ár og að heildarandvirði þessa viðskipta muni vera meira 800 milljarðar króna. Kauphöllin, sem verður í formi vefsíðu, mun vera sú fyrsta sinnar tegundar.
Hjá ViralTrade vinna nú fjórir einstaklingar og þar að auki eru þrír ráðgjafar sem vinna með fyrirtækinu.
Vefsíða ViralTrade er aðgengileg hér.
Hugvakinn ehf. var stofnaður til að dreifa snjallsíma hugbúnaði fyrir Nokia farsíma. Forrit Hugvakans hafa dreifst til yfir 200 landa í heiminum í rúmlega milljón eintökum. Stór hluti af forritunum er án kostnaðar fyrir notandann en með auglýsingu sem birtist í 5 sek. þegar forrit er ræst. Næsta verkefni fyrirtækisins er að nýta sér þann mikla fjölda sem notar forrit Hugvakans.
Næsta forrit sem er í beta prófun er áhættureiknir fyrir sykursjúka, en talið er að yfir 300 milljónir einstaklinga séu með sykursýki og hafa hugsanlega áhuga á áhættureikninum. Áhættureiknirinn var þróaður af Risk ehf. en Hugvakinn sá um að forrita snjallsímalausnina. Ekki hefur verið ákveðið hvort forritið eigi að vera frítt og með auglýsingu eða að kosta.
Vefsíðu Hugvakans er hægt að sjá hér. Vörunni “Tunerific” er betur lýst hér. Hljómabók fyrir Nokia farsíma er að finna hér en það er frítt forrit með auglýsingu sem birtist í 5 sek. þegar forritið er opnað. Tunerific er gítarstilliforrit sem kostar 3€ á flestum stöðum í heiminum nema í Kína þar sem forritið kostar 2€. Hægt er skoða öll forrit Hukvakans sem eru í sölu hjá Nokia hér.
GoPro býr yfir öflugu sölukerfi. Með kerfinu er haldið utan um skjöl, verkefni og viðskiptatengsl á einum stað sem veitir gott yfirlit yfir stöðu söluferla og verkefna.
Vefsíða GoPro er aðgengileg hér.
Globe Tracker sérhæfir sig í að rekja staðsetningu eigna eins og t.d. frystigáma og stórra eftirvagna í rauntíma. Lausnin gerir viðskiptivinum kleift að fylgjast mjög náið með sínum eignum og veitir einnig rauntíma upplýsingar um t.d. hitastig, rakastig og hversu lengi eign hefur verið á ákveðnum svæðum ásamt ýmsu fleiru. Viðskiptavinir Globe Tracker geta deilt gögnum sín á milli með notkun „ GT Trade Data Exchange Network“. Allar nánari upplýsingar eru á vefsíðu Globe Tracker sem er aðgengileg hér.