Fyrirtæki

Risk ehf. hefur þróað áhættureikni fyrir sykursjúka einstaklinga. Hugvakinn hefur þróað snjallsímaforrit út frá rannsóknarniðurstöðum Risk. Forritið er nú í beta-prófun og verður sett á markað um leið og beta-prófun leiðir ekki til meiriháttar athugasemda. Risk ehf. og Hugvakinn ehf. skipta jafnt með sér þeim tekjum er koma af sölu eða auglýsingum snjallsímaforritsins. Jóhann Pétur Malmquist er einn af stjórnarmönnum Risk ehf. til þriggja ára. Skoða má nánar vefsíðu Risk ehf. hér.

Regla er nýr bókhaldshugbúnaður sem keyrir sem vefþjónusta. Gerður hefur verið samningur við Reglu ehf. um að nota bókhaldskerfi þeirra fyrir ný sprotafyrirtæki. Mikil sjálfvirkni er í færslu bókhaldsins og hefur það reynst mjög vel og auðvelt í notkun. Vefsíðu Reglu ehf. er hægt að skoða hér.