GoPro ehf þróar öflugt mála- , ferla og skjalastjórnunarkerfi sem notað er af fyrirtækjum og stofnunum um allan heim. Fyrirtækið hefur verið starfrækt í 18 ár og hugbúnaður þess er í notkun hjá um 500 fyrirtækjum og stofnunum á ýmsum sviðum.
Tugir starfsmanna vinna hjá GoPro ehf við þróun og markaðssetningu. Megin starfsstöð fyrirtækisins er á Íslandi er jafnframt eru starfsmenn víð í Evrópu sem vinna að þróun og stuðninigi við samstarfsaðila utan Íslands. GoPro ehf hefur hlotið verðlaun sem Framúrskarandi Fyrirtæki CreditInfo undanfarin tvö ár, og er framsækið og traust fyrirtæki sem hefur keppt um forystu á alþjóðlegum vettvangi undanfarinn áratug.
GoPro hugbúnaðurinn er notaður af ríkisstofnunum, bönkum, alþjóðlegum stofnunum og fleiri aðilum sem sinna málum þar sem upplýsingaöryggi, aðgengi og sýnileiki skipta sköpum. Markmið GoPro ehf er að vera leiðandi í þróun hugbúnaðar fyrir málastjórnun og nýta ávallt nýjustu tækni til þess að auðvelda umsjón mála á traustan og aðgengilegan hátt.
Vefsíða GoPro er aðgengileg hér.